Ráðstefnan Viðskipti og vísindi hófst í dag. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og hann hugsaður sem vettvangur þekkingarmiðlunar á sviði viðskipta og tengdra greina
Ráðstefnan samanstendur af annars vegar viðburðum, þar sem kraftar viðskipta og vísinda sameinast, og hins vegar af fræðilegum erindum. Örugglega mjög margt í boði fyrir einhverja.
Hér má fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá 2025.
– ooo –
Nú þegar ráðstefnan Viðskipti og vísindi 2025 er um garð gengin er rétt að draga saman helstu atriði.
- Ráðstefnan samanstóð af annars vegar fjórum viðburðum og hins vegar hefðbundnum fræðilegum hluta í sex málstofum
- Í viðburðarhlutanum, sem gengur undir heitinu Kraftar viðskipta og vísinda sameinast, voru haldin 18 erindi að megninu til af stjórendum og/eða sérfræðingum úr atvinnulífinu. Viðburðirnir voru skipulagðir af einstaklingum í viðskiptafræðideild með dyggum stuðningi ráðstefnunefndar
- Í fræðilega hlutanum voru haldin 24 fræðileg erindi sem skiptust á málstofurnar Fjármál, hagfræði og reikningsskil, Þjónustustjórnun, Markaðsfræði og nýsköpun, Stjórnun og stefna, Mannauðsstjórnun, Sjálfbærni og stjórnarhættir.
- Á viðburðahlutann mættu 167 gestir, langflest utan Háskóla Íslands
- Á fræðilega hlutann mættu 103 gestir, eitthvað um nemendur en flest þó utan Háskóla Íslands
- Gestir ráðstefnunnar voru því vel á þriðja hundraðið, eða 270, á þá viðburði og málstofur sem í boði voru.
Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburðum









Þetta er þriðja árið sem ráðstefnan er haldin og ljóst að ef marka má áhuga gesta þá hefur tekist að festa hana í sessi. Getum því látið okkur hlakka til Viðskipta og vísinda 2026.