Yfirlit yfir nám og störf

Ég hef verið háskólakennari frá 1994, fyrst sem stundakennari samhliða stjórnunarstörfum í atvinnulífinu en frá 2000 hefur háskólakennsla og rannsóknir verið mitt aðal starf. Fór óhefðbundna leið í starfið en ég hef samfellt verið í fullu starfi á vinnumarkaði frá 1977.

Námsferill

 • Viðskiptafræði Ph.D., áhersla á markaðsfræði og þjónustustjórnun, Háskóli Íslands, 2010. Lokaritgerð: Markaðs- og þjónustuáhersla í opinbera geiranum.
 • Viðskiptafræði M.Sc., áhersla á markaðsfræði, stjórnun og rannsóknaraðferðir. Háskóli Íslands, 2001. Lokaritgerð: Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði.
 • Alþjóðamarkaðsfræði, B.Sc., áhersla á markaðsgreiningu og stefnumótun. Tækniháskóli Íslands, 1995. Lokaritgerð: Stefnumótun fyrir fyrirtæki/stofnun.
 • Iðnaðartæknifræði, B.Sc., áhersla á nýsköpun, vöruþróun og verkefnastjórnun. Tækniháskóli Íslands, 1994. Lokaverkefni: Aukin arðsemi í sjávarútvegi.
 • Iðnrekstrarfræði, áhersla á stefnumótun og markaðsfræði. Tækniháskóli Íslands, 1992. Lokaverkefni: Viðskiptaáætlun fyrir fyrirtæki/stofnun.

Starfsferill

 • Háskóli Íslands frá 1998: Stundakennari 1998, lektor 2001, dósent 2005 og prófessor 2022.
 • Thor ehf frá 2008: Hef frá 2000 veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á sviði stefnumótunar, markaðs- og þjónustumála. Stofnandi og framkvæmdastjóri Thor ehf sem hefur starfað frá 2008.
 • Ráðgjöf 2000-2008: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi (stefnumótun, markaðs- og þjónustumál).
 • Strætisvagnar Reykjavíkur 1995-2000: Forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs
 • Tækniháskóli Íslands/Háskólinn í Reykjavík 1994-2003 og 2008-2011: Stundakennsla við Tækniháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
 • Umgjörð ehf 1994-1995: Viðskipta- og stjórnunarráðgjafi.
 • Krísuvíkursamtökin 1991-1994: Ráðgjafi og um tíma framkvæmdastjóri.
 • SÁÁ 1987-1990: Ráðgjafi að Sogni Ölfusi.
 • Áburðarverksmiðja ríkisins 1977-1987: Vinnuvélastjórn og almenn verkamannastörf.

Stjórnunarstörf í Háskóla Íslands

 • Forstöðumaður og stjórnarformaður Rannsóknarmiðstöðvar um markaðs- og þjónustufræði (Center of Marketing and Service Management, CMS) frá 2009.
 • Ritstjóri (ásamt fleirum) Tímarits um viðskipti og efnahagsmál frá 2016. Formaður ritstjórnar frá 2022.
 • Formaður stjórnar Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) frá 2023.
 • Ritstjóri (ásamt Gylfa Dalmann og Runólfi Smára) bókarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði IV, (í vinnslu, 2023).
 • Í ráðstefnunefnd (formaður) Viðskipti og vísindi, 14-17. mars 2023.
 • Ritstjóri (ásamt Gylfa Dalmann og Runólfi Smára) bókarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði III, Háskólaútgáfan, 2022.
 • Ritstjóri (ásamt Gylfa Dalmann og Runólfi Smára) bókarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði II, Háskólaútgáfan,  2021.
 • Ritstjóri (ásamt Gylfa Dalmann og Runólfi Smára) bókarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði I, Háskólaútgáfan, 2020.
 • Formaður meistaranámsnefndar frá 2020-2022.
 • Forstöðumaður MS náms í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum 2003-2005, 2013-2014, 2020-2022 og frá hausti 2023.
 • Forstöðumaður MS náms í viðskiptafræði 2020-2022.
 • Forstöðumaður MS náms í þjónustustjórnun frá 2018-2022 og frá hausti 2023.
 • Formaður grunnnámsnefndar 2005-2012 og 2015-2017.
 • Forstöðumaður BS-M línu í grunnnámi (áhersla á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti) 2001-2012 og 2015-2017.
 • Í stjórn Viðskiptafræðistofnunar frá 2006-2013, formaður frá 2008.
 • Í stjórn MBA námsins 2005-2013, formaður 2007-2013.
 • Í stjórn BSV náms (nám samhliða starfi) 2007-2013, formaður 2008-2013.
 • Í stjórn rannsóknarmiðstöðvar um alþjóðaviðskipti 2007-2013.
 • Formaður kennslumálanefndar Félagsvísindasviðs 2009-2011.
 • Í kennslumálanefnd Háskólaráðs 2009-2011.
 • Formaður stjórnar ENSÍM, endurmenntun á vegum deildar, 2007-2008.
 • Formaður markaðs- og samskiptanefndar Háskólaráðs 2004-2007.
 • Seta í heildarstefnuhóp í tengslum við stefnumótun Háskóla Íslands 2006-2011.
 • Seta í ýmsum vinnuhópum á vegum rektors og sameiginlegrar stjórnsýslu 2001-2007.

Sjá hér nánara yfirlit yfir stjórnunarstörf í þágu Háskóla Íslands

Innlend og alþjóðleg tengsl

 • Formaður dómnefndar ÍMARK um markaðsfyrirtæki ársins 2011, 2012, 2013, 2014, 2016, 2018 og 2020.
 • Félagi í AMC (Academy of Marketing Science) frá 2009.
 • Félagi í AM (Academy of Marketing) frá 2003.
 • Félagi í AMA (American Marketing Association) frá 2003

Seta í stjórnum

 • Stjórnarformaður Thor ehf frá 2008
 • Í stjórn Reykjabúsins ehf frá 2005
 • Í stjórn Ísfugls ehf frá 2012
 • Í stjórn/stjórnarformaður Ferðafélaga ehf frá 2017
 • Í stjórn Hi-hostel Iceland (Farfuglar ses) 2014-2023, stjórnarformaður frá 2020
 • Í varastjórn Stefnis 2010-2022
 • Í stjórn IP-fjarskipta ehf 2009 (tilnefndur af Samkeppniseftirlitinu)
 • Í stjórn Vífilfells 2008-2009
 • Í stjórn Krísuvíkursamtakanna 1995-2005

Efst á síðu