Fyrstu skrefin

Það vefst fyrir sumum að forma ritgerðina sína og afmarka viðfangsefnið. Það getur falist í því að velja viðfangsefni, þekkja regluverkið, þekkja muninn á því að vinna verkefni annars vegar og svo ritgerð hins vegar, þekkja muninn á BS/BA ritgerð annars vegar og svo MS/MA ritgerð hins vegar, hvernig og hvar á að staðsetja efnið innan fræðasviðsins og hvernig á að byrja. Hér eru nokkrar gagnlegar ábendingar fyrir þá sem skrifa hjá mér ritgerð, hvort sem um er að ræða BS eða MS.

— ooo —

  • Til að byrja með eru hér nokkrar glærur þar sem finna má gagnlegar ábendingar.
  • Stundum vefst fyrir fólki að gera rannsóknaráætlun, m.a. vegna þess að ekki er ljóst hvað það er. Hér er einfalt dæmi og hér er annað ögn flóknara. Gagnlegt að skoða bæði.
  • Gott er að staðsetja viðfangsefnið innan fræðasviðið. Þá getur verið gott að skoða strauma (tracks) á alþjóðlegum ráðstefnum og hér er ágætt dæmi um slíkt. Getur einfaldað heimildaleit.

— ooo —

Uppbygging á ritgerð getur verið mismunandi en í grundvallaratriðum má segja að hún skiptist í fjóra hluta eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Hér þarf að hafa í huga að þetta er ekki eina rétta sýnin á það hvernig byggja á upp ritgerð. Í grundvallaratriðum er þó skiptingin eitthvað í þessum dúr.