Nýlega kom úr prentun fimmta bókin í ritröðinni Rannsóknir í viðskiptafræði. Frá því fyrsta bókin kom út árið 2020 hefur verið gefin út ein bók á ári. Það er umfram væntingar en í ávarpi fyrstu bókarinnar var sett fram sú sýn að áform væru um útgáfu á tveggja til þriggja ára fresti. Þetta er til marks um það að fræðafólk á sviði viðskiptafræði hafi tekið framtakinu vel en vert er að geta þess að hver einstaklingur hefur aðeins getað verið meðal höfunda að einum kafla í hverri bók.

Fyrstu fjórar bækurnar sem komu út á árunum 2020-2023 hafa að geyma 50 kafla um rannsóknir í viðskiptafræði. Fjöldi höfunda að þessum köflum er 88 en þar sem kaflarnir hafa gjarnan fleiri en einn höfund, og sum hver tekið þátt í öllum bókunum, eru það 55 einstaklingar sem hafa átt kafla eða hlut í kafla í bókunum.
Sem stendur er sjötta bókin í vinnslu og er ráðgert að hún komi út í lok árs 2025