Um RMÞ

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði, RMÞ, (Center of Marketing and Service Management – CMS) er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (School of Business, University of Iceland).

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur fyrir fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviði markaðs- og þjónustufræða. Markmiðið er að efla þekkingu á fræðasviðinu með því að vinna að vönduðum rannsóknum og miðla niðurstöðum á viðeigandi vettvangi. Ennfremur að þjóna íslensku atvinnulífi með vönduðum rannsóknum er tengjast fyrirtækjum og stofnunum og starfsumhverfi þeirra.

Hlutverk rannsóknarmiðstöðvarinnar er að:

  1. Stunda fræðilegar rannsóknir er tengjast stefnumótun markaðsmála, vörumerkjastjórnun, markaðshneigð, siðferðilegum álitaefnum í markaðsstarfi, kauphegðun, þjónustustefnu, þjónustuþróun, þjónustuumhverfi og þjónustugæðum.
  2. Stunda hagnýtar rannsóknir er tengjast markaðsgreiningu, vörumerkjagreiningu, atvinnuvegagreiningu, samkeppnisgreiningu, þjónustugreiningu og þjónustugæðum.
  3. Vera bakland kennslu í markaðs- og þjónustufræðum og eiga þátt í þjálfun nemenda í rannsóknum á sviðinu.
  4. Sinna tengslum og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði markaðs- og þjónustufræða.
  5. Standa fyrir viðburðum, s.s. málfundum og ráðstefnum á sviði markaðs- og þjónustufræða.

Rannsóknarmiðstöðin hefur sjálfstæða strauma sem gerir það mögulegt að hægt er að sinna t.t.l. ólíkum viðfangsefnum innan fræðasviðsins.

Forstöðumaður er Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor Háskóla Íslands, th@hi.is

 

Ráðgjafaráð
<í vinnslu>

Útgefið og eða birt efni (ekki tæmandi listi)
<hér komi það>

Gögn, gagnasöfn og eða óbirt efni (ekki tæmandi listi)
<hér komi það>

Verkefni/viðburðir
<í vinnslu>