Þróun ímyndarþátta og NPS
Myndir sýnir þróun ímyndarþátta (traust, spilling, samfélagsleg ábyrgð) í fjármálakerfinu frá 2006 sem og þróun meðmælavísitölu (NPS) frá 2014.
Sjá má að fyrir hrun (2008) þá einkennist ímynd fjármálafyrirtækja af trausti og samfélagslegri ábyrgð. Strax eftir hrun (feb, 2009) þá hallar undan fæti og ímynd spillingar verður sterkari og heldur áfram að styrkjast allt til ársins 2012. Eftir það fer styrkur tengingar við spillingu hægt niður og sama tíma og tenging við traust fer hægt upp. 2023 virðist aftur halla undan fæti hvað tengingu við traust varðar sem og samfélagslega ábyrgð og NPS. Vonandi tekst nú fjármálafyrirtækjum að rétta úr kútnum, það hlýtur að vera öllum fyrir bestu.