Fyrirtæki og stofnanir vinna að því hörðum höndum að nýta sér gervigreindina í starfsemi sinni. Þetta er á ýmsum sviðum og sumt gengur ugglaust vel og annað síður eins og gengur og gerist með nýja tækni.
Algeng notkun virðist tengjast sjálfvirkni í samskiptum á Netinu. Þá er e.k. gervigreindarlausn látin senda sjálfvirk skilaboð um eitthvað sem tengist starfseminni (en á ekkert alltaf erindi við viðtakanda). Stundum á þetta ágætlega við en stundum ekki. Ágætt dæmi er þessi auglýsing sem fylgir upplýsingum á kaupum á flugmiða til Narsarsuaq.

Eflaust kann það að vera rétt að Narsarsuaq sé skemmtilegri á bílaleigubíl en kunnugir staðháttum benda á að vegakerfið í þeim bæ sé ca. 3 km! Ef rétt er, þ.e. að Narsarsuaq sé skemmtilegri á bílaleigubíl, þá er líklega ekkert mjög skemmtilegt í Narsarsuaq ef akstur á 3 km vegakerfi bætur upplifunina mikið.