Stöðug framsækin rúmfræði!

Ætlaði að kaupa mér hjól um daginn, sem er svo sem ekki frásögu færandi, en hætti snarlega við þegar ég hafði lesið mig í gegnum lýsingu á eiginleikum hjólsins. Eða öllu heldur reynt það!

Þar kemur t.d. fram að um sé að ræða “…hágæða smíði sem mun halda sér í langa, hrikalega kílómetra á vegum, mold og jafnvel sviksamlegustu möl.”

…það er nefnilega það!

Síðar kemur fram að um sé að ræða “stöðuga, framsækna rúmfræði” og þess vegna muni maður ELSKA hjólið! …og svona sér gervigreindin þetta fyrirbæri fyrir sér.

 

Fram kemur að ein af ástæðum þess að vilja þetta hjól er ef maður er “…hlynntur epískum torfæruævintýrum sem endar líklega með bjór og poka af franskar.”

Þarf einhver að vera í vafa um það lengur að íslenskan á undir högg að sækja?

Áhugasöm geta reynt að lesa lýsinguna hér