Á RÚV, útvarpi allra landsmanna, er að finna athyglisverðan þátt sem ber heitið: AI pa liv och död, sem var á dagskrá 29. júlí sl. Þátturinn fjallar með nokkuð gagnrýnum hætti um þau tækifæri og ógnanir sem felast í gervigreindinni. Eins og flest vita þá er um þessar mundir mikið rætt um tækifærin en minna um ógnanirnar. Í þættinum er m.a. viðtal við Yann LeCun, sem er titlaður AI-chef hjá Meta (þegar þátturinn var gerður árið 2024), en hann hefur einnig verið nefndur guðfaðir fyrirbærisins.

Í vitalinu kemur margt athyglisvert fram svo sem eins og svar við spurningunni hversu greind í raun gervigreindin er. Svar við þeirri spurningu var að allra þróuðustu gervigreindartól hefðu ekki greind á við kött og að nokkuð langt væri í land hvað það varðar. Svo er margt sem gervigreindin mun líklega ekki ráða við, s.s. rökræður og sköpun. Hins væri gervigreindin frábær í t.d tungumálum og textavinnslu margskonar. Það er út af fyrir sig áhugavert, sérstaklega þegar höfð eru í huga þau fjöldamörgu slæmu dæmi um notkun gervigreindar í textavinnslu og þýðingum. Þar er þó líklega ekki tækninni um að kenna heldur miklu heldur því fólki sem notar hana hverju sinni.
Þáttinn má í heild sinni nálgast á RÚV til 27. október (slá inn Gervigreind í leit) en reyndar mun lengur á SVT. Má einnig sjá hér , ca. á 38. mín. á RÚV.
Þá vitum við það 🙂