Europe: Iceland, Greenland & Canada

Það er mikið rætt um gervigreind þessa dagana. Svo mikið að sumum þykir nóg um. Þetta er þó ný tækni og það er eins og það sé alltaf meiri áhugi á því að fjalla um það sem nýtt er en það sem fyrir er. Um mjög margt er fjallað sem gervigreind sem er það í raun alls ekki. Þar má nefna margs konar sjálfvirkni sem notuð er við afgreiðslu mála og jafnvel í markaðsstarfi (stundum með góðum árangri). Slík sjálfvirkni er alveg laus við alla greind þar sem framkvæmdin á sér stað alveg óháð því hvaða aðstæður eru uppi. Hér er ágætt dæmi (af mörgum).

 

Hér er ónefnt skipafélag að auglýsa ferðir undir fyrirsögninni Europe: Iceland, Greenland & Canada. Flestir sem til þekkja vita að Canada er ekki í Evrópu. Svo er Ísafjörður nefndur sem áfangastaður og til að upplýsa lesandann er mynd sem augljóslega er ekki af Ísafirði en ókunnugur sem ekki veit betur getur ekki annað er dregið þá ályktun að svo sé.

Hvort sem að hér er að verki tækni eða fólk (nema hvortveggja sé) þá er vandamálið ekki tæknin heldur það fólk sem ber ábyrgð á þessu. Mjög mikið af svona hlutum fara í loftið án þess að nokkur bregðist við með nokkrum hætti. Því má álykta að hættan við gervigreindina sé ekki tæknin sem slík heldur miklu heldur fólkið sem notar hana.