Velkomin!

Þekkingarsetur um markaðs- og þjónustumál…en einnig ýmislegt annað

— ooo —

Markaðsfræði og þjónustustjórnun er mitt sérsvið og flest það sem ég fæst við tengist með einum eða öðrum hætti þeim fræðigreinum. Bakgrunnur minn hefur vissulega áhrif en hann má fremur rekja til raunvísinda en félags- eða hugvísinda. Endilega notið það efni sem hér er að finna en farið er fram á að getið sé heimilda samkvæmt venjum og hefðum þar um 🙂

— ooo —

Hér er áhugaverð sýn á markaðsfærslu

Margir tengja markaðsfærslu (marketing) mikið við kynningarstarf en síður við aðra þætti. Þeir sem til þekkja vita að sú tenging er mikil einföldun. Til eru margar skilgreiningar á hugtakinu og eru sumar langar og ítarlegar á meðan aðrar eru styttri og einfaldari. Meðfylgjandi mynd sýnir þau orð eða hugtök sem koma oftast fyrir og byggt á 72 skilgreiningum í samantekt Heidi Cohen. Eins og sést þá snýst faglegt markaðsstarf mjög mikið um viðskiptavininn, vöruna/lausnina og þjónustu. Nú er bara spurningin hver fókusinn er hjá markaðsfólki.

— ooo —

Hér er sjónarmið sem mér finnst áhugavert:

“Mér finnst allt of algengt að vísindamenn telja þekkingu sína of flókna til að skýra hana fyrir almenningi. Það er ekkert annað en mont og hroki. Það er skylda vísindanna að skýra fyrir almenningi hvað er að gerast, skila þekkingu sinni til baka og vekja áhuga almennings á vísindum.”

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali í Fréttablaðinu 27. mars 2010

— ooo —