Peter Cappelli

Föstudaginn 25. ágúst hélt Peter Cappelli, prófessor við Wharton háskóla áhugaverðan fyrirlestur undir heitinu “How Financial Accounting Screws Up HR” en fyrirlesturinn byggir á nýlegri grein hans í HBR. Fyrirlesturinn var í boði Viðskiptafræðideildar HÍ og afar vel sóttur.

Margt áhugavert kom fram svo sem eins og að helsta ástæðan fyrir treggðu stjórnenda til að fjárfesta í mannauðsmálum mætti rekja til þess að alla jafna er slíkt skilgreint sem kostnaður en ekki fjárfesting. Sömu sjónarmið eiga reyndar við um margt í markaðsfræði en stjórnendur markaðsmála tala um þann tilkostnað sem til fellur í tengslum við markaðsmál sem fjárfestingu en bókhaldslega er þetta skilgreint sem kostnaður. Margt áhugavert kom fram í tengslum við þetta og spunnust fjörugar umræður.

Áhugavert var einnig sjónarmið prófessor Cappelli á gildi opinna vinnurýma en það fyrirkomulag hefur nokkuð verið að riðja sér til rúms síðustu ár. Benti Cappelli á að nánast allar rannsóknir sýni að notendur slíkra rýma séu óánægð með fyrirkomulagið og að markmið um aukin samskipti hafi í raun þveröfug áhrif. Fyrirkomulagið væri því ákveðið af öðrum í þeim tilgangi fyrst og fremst að lækka kostnað. Áhugvert að skoða það nánar.